Invest in a Airbnb chalet

with the designated builder
[IS] Hug­mynd að stærsta lóni heims byggð á Bláa Lóninu

[IS] Hug­mynd að stærsta lóni heims byggð á Bláa Lóninu

Lire l'article complet sur Frettabladid 

Bláa Lónið er fyrirmynd að nýju baðlóni í heilsársþorpi sem er á teikniborðinu í Kanada. Hugmyndasmiðurinn stefnir á að byggja stærsta baðlón í heimi samhliða nýju heilsársþorpi í Quebec-fylki og eru fleiri staðsetningar til skoðunar.

Þessi hugmynd hefur verið í vinnslu frá árinu 2017. Mig dreymdi um að búa til sjálfbært heilsársþorp þar sem ferðamenn gætu keypt eða leigt glæsilega sumarbústaði í lengri eða skemmri tíma. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir upphituðu lóni en þegar verkefnið fór að þróast kviknaði sú hugmynd og þar höfðu töfrar Bláa Lónsins sannarlega áhrif,“ segir Louis Massicotte frumkvöðull spurður út í hugmyndina um stærsta baðlón heims og tengslin við hið heimsfræga baðlón Bláa Lónið á Íslandi.

Líkt og á Íslandi verður ansi kalt yfir vetrartímann og geta íbúar þá hlýjað sér í stærsta baðlóni heims.

Í kynningarmyndbandi fyrir lónið kemur fram að íslenska baðlónið sé innblásturinn að géoLagon og má meðal annars rekja áhugann til heimsóknar Louis til Íslands, bæði í Bláa Lónið og Sky Lagoon. Hann hefur sjálfur um árabil unnið í ferðamannabransanum í Quebec.

Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að það standi til að reisa fjögur sjálfbær þorp í Quebec-fylki í Kanada sem munu eiga það sameiginlegt að verða með fjögur manngerð baðlón. Markmiðið er að lónin verði öll af sömu stærð, um tólf þúsund fermetrar. Til samanburðar er Bláa Lónið rúmlega átta þúsund fermetrar.

Upphaflega var ekki gert ráð fyrir upphituðu lóni en þegar verkefnið fór að þróast kviknaði sú hugmynd og þar höfðu töfrar Bláa Lónsins svo sannarlega áhrif.

Samkvæmt hugmyndunum verða um 600 hús í hverju þorpi fyrir sig sem verða til sölu á verðbilinu 80-120 milljónir og hefjast fyrstu framkvæmdir næsta vor í von um að það verði tilbúið í árslok 2024 eða ársbyrjun 2025. Áætlað er að hvert þorp kosti um 35 milljarða íslenskra króna en það gengur vel að selja eignir í fyrsta þorpinu.

„Áhuginn er mikill, sérstaklega hjá fjárfestum sem hyggjast leigja eignirnar út. Þegar eru 80 prósent eignanna seld í fyrsta þorpinu en sala eigna í hinum er um 40-70 prósent,“ segir Louis.

Það er til skoðunar að hefja viðræður við íslensk baðlón til að kanna áhugann á að samnýta þekkingu, aðkomu íslenskra fjárfesta og einhvers konar samstarfi.

Hugmyndin er að lónið og þorpin verði að stærstum hluta sjálfbær með orku og að þau verði opin allan ársins hring.

 

Lire l'article complet sur Frettabladid 

Translation missing: en.general.search.loading